Súperhetjan þú!

Yngri börn geta unnið þessa æfingu með fullorðnum sem leiða samtalið og leikinn.

Leiðbeiningar og markmið:

Börn vilja líkjast einhverjum fyrirmyndum því það er í eðli þeirra að leita að fyrirmyndum í lífinu.

Þetta kemur fram í leikjum þeirra þar sem þau tengja oft og leika fyrirmyndir sínar.

Við sjáum þetta þegar þau eru í leik að  leika súperhetjurnar sínar, prinsessur, í mömmu og pabba leikjum.

Þegar börnin finna sínar fyrirmyndir í lífinu hverjar sem þær eru og leika þær:

Þá geislar af þeim  

Þau eru í ,,Essinu‘‘ sínu.  

Þá hreinlega geisla þau.

Vegna þessara drauma eru Walt Disney teiknimyndir vinsælar hjá börnum á öllum aldri.

Of oft sjá börnin það neikvæða í fari sínu og útliti og eru upptekin af því sérstaklega þegar þau eldast og komast á unglingsaldurinn.

Til að leiðrétta þetta og auka á hamingjubústið er hægt að virkja áhugann á fyrirmyndum.

Það felst í að koma með jákvæðar uppbyggjandi hugmyndir um áhugamál eða eitthvað nýtt sem gæti vakið áhuga og gleði.

Það er til dæmis hægt að virkja keppnisskap barnsins með að huga að jákvæðum fyrirmyndum í íþróttum sem þau eiga í eigin lífi og leik.

Það eru líka margar fyrirmyndir sem ekki eru tengdar íþróttum.

Heldur finnast í sögum og ævintýrum.

Með þjálfun finna þau að þeim fer fram og þeim gengur æ betur.

(Þó lífið sé alltaf upp og niður)

Superhero kids
Hugmynd af samtali:

Hver er þín uppáhalds hetja?

Af hverju heldur þú uppá hana?

Við snúum síðan að barninu og getum jafnvel fundið tengingu. Skýra betur?

Tilgangur er að hjálpa barninu að sjá fyrir sér markmið sín og koma auga á eiginleika sína og hæfileika.

Án þess að ofmetnast.

  1. HVAÐA SÚPERHETJA ERT ÞÚ? Hvaða súperhetja/prinsessa vilt þú vera?

(Þér finnst þú kannski ekki vera súper – en þú ert súper!)

Af því að þú ert einstök/einstakur eins og þú ert.

Það er enginn eins og þú.

Við skulum tala um og/eða skrifa niður hæfileika þína. 

Það er líka hægt að teikna það sem einkennir þig.

Þú getur líka notað töfrana þína og teiknað það sem þú vilt að einkenni þig.

  • Veistu að: ÞÚ ERT FRÁBÆR!

Þú gerir þér eflaust ekki grein fyrir því að:

ÞÚ ERT FRÁBÆR!

Á einhverju sviði eða kannski mörgum?

Í hverju heldur þú að þú sért góð(ur) í ?

Spurðu fjölskyldu þína, eru þau sammála?

Hvað segja þau um þína bestu eiginleika?

Spurðu líka vini þína.

  • TEIKNAÐU ÞIG OG VIN ÞINN SEM SÚPER HETJUR

OG HUGSAÐU UM ALLA SÚPER EIGINLEIKA ÞÍNA

EF ÞÉR FINNST ÞÚ EKKI FINNA NEINA

VELDU ÞÁ EIGINLEIKA SEM ÞÚ MYNDIR VILJA HAFA!

Súperkraftar geta falist í að:

Hlaupa hratt – standa á höndum –  borða fallega og hollt –  dugleg(ur) að æfa sig að lesa – skrifa og reikna.

Þekkja dýr vera góð(ur) við dýr – elda góðan mat – hjálpa til heima

Breka (8 ára) fannst hann góður í að taka upp hundakúkinn fyrir afa sinn. (það þora því ekki allir). Hann er líka duglegur að fara með hundinn Mána í labbitúra.

Honum finnst hann góður í fótbolta en hann vill verða betri.

Hann ætlar að æfa sig betur.

Hann stefnir á sigur í haust með liðinu sínu.

Lísu ( 8 ára) fannst hún góð í að hjálpa pabba sínum í garðinum. Henni finnst hún líka góð á skíðum. Ömmu hennar finnst hún góð að greiða sér og ömmu sinni.

Lísa er að æfa leiklist og hún ætlar að verða góð leikkona.

Örnu Dís (12 ára) finnst hún góð á listskautum.

Hún hefur fengið verðlaun fyrir að standa sig vel á skautum en hún ætlar að æfa sig enn betur og verða enn betri.

Hún er líka góð stóra systir.

Patrekur (6 ára) er mikill íþróttaálfur hann er góður í alls konar æfingum hann vill verða betri.

Því borðar hann hollan mat.

Hann er mjög duglegur að hjálpa til við að baka og elda mat.

Hann er mikill dýravinur.

Besti vinur hans er hundurinn Máni.

 Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot