Hamingjan er ferðalag

Verkefnin og leikirnir eru byggðir á rannsóknum og hugmyndafræði:

Taugalæknisfræðinnar – Rannsóknir á áhrifum tilfinninga á líðan líkama huga og sálar.

Sálfræðinnar (HAM) – Að velja jákvæðar tilfinningar, hugsanir og minningar í stað neikvæðra. Sem hefur þau áhrif að byggja upp vellíðan

Jákvæðrar sálfræði – Jákvæð sálfræði horfir á jákvæðar hliðar lífsins sem styrkir einstaklinginn.

Lýðheilsuvísinda: Lýðheilsuvísindin innifelur í raun alla þessa hugmyndafræði um mikilvægi hamingju og líðans sem forvörn fyrir andlega og líkamlega sjúkdóma sem  vanlíðan eins og streita, óöryggi kvíði valda.

Sálgæslufræðin sjá hvern og einn einstakling sem óumræðilega mikilvæga manneskju. Sem á skilið að vera elskuð og læra að virkja kærleika sinn.

Uppeldis og kennslufræða – Uppeldis  og kennslufræðin kennir okkur hvernig hægt er að koma rannsóknum og háleitum fræðum til skila til að vinna með börnum og ungmennum í leik. Eins tengja leikina öðrum greinum kennslufræðanna eins og íslensku, tónlist og listsköpun.

Heimspekin er sótt víða, þar sem við tengjum saman hugmyndir, orð, tjáningu, einbeitingu til að auka athygli og vekja áhuga.

Nebula and galaxy in space made with generative ai

Elísabet Gísladóttir Lýðheilsusetrið Ljósbrot