Hjálpandi hönd

Girl drawing hand on notebook with crayon
Hamingju þjálfun
Fræðsla og markmið:

Aldur 6 ára og eldri

Okkur getur liðið illa og við getum upplifað óöryggi sérstaklega þegar við erum að heiman.

Með að gera æfinguna hjálpandi hönd, lærir barnið að gera sér grein fyrir að það eru margir sem geta hjálpað því.

Það getur líka gert ýmislegt til að hjálpa sjálfu sér, sem styrkir ímynd þess og eflir sjálfsskilning.

Sem aftur bætir líðan og gefur því innri styrk, öryggi og frið.

Hugmynd af samtali útskýringar á æfingunni:

Minntu barnið á að það er góð manneskja, öllum geti stundum liðið illa og það er fullt af góðu fólki til í heiminum. Það er aldrei eitt.

Mikilvægt er að benda barninu á að það eru margir sem þau geta leitað til ef það er óöruggt.

Það eru hjálpendur  í skólanum, í hverfinu og heima

Tilgangur verkefnisins er þjálfa styrk og öryggi með að tengja sig við raunverulega hjálpendur.

Verkefnið

Settu hendina þín á blað og teiknaðu eftir henni.

Teiknaðu útlínur handarinnar.

Skrifaðu fyrir framan hvern putta þá sem þú getur treyst og þú veist að geta og vilja hjálpa þér.

Mamma pabbi systkin, vinir, fjölskyldan (afi, amma, frænkur, frændur) kennarinn, skólafélagar og svo 112 sjúkraliðar, björgunarsveitir, dýrið þitt.

Útfærsla:

Hægt er að skrá niður fyrir aftan hvern fingur, hvað hver getur hjálpað með. Hlutverk hjálparanna eru ólík.